Fimleikar
stjarnan-header-1
Fimleikar
Gildi3

Búið er að opna fyrir skráningu í Krílatíma haustannar

Krílatímar hefjast 13.sept 2015

Búið er að opna fyrir skráningu í Krílatíma fyrir haustönn 2015.

Skráning fer fram í gegnum stjarnan.felog.is.

Krílatímar eru fyrir börn fædd 2011 og 2012.

Krílatímarnir hefjast 13.september og eru þetta 10 skipti samtals fyrir jól. 

Hóparnir skiptast upp eftir fæðingaári barnsins 2011 og 2012. 

Hópur

Sunnudagur

2012

9:30-10:15

2011

10:30-11:15


Ása og Björg íþróttafræðingar munu sjá um tímana ásamt hópi aðstoðarþjálfara.

Ætlast er til þess að foreldrar fylgi börnunum í tímanum og taki þátt. Því er nauðsynlegt að mæta í íþróttafatnaði. 

Óskað er eftir því að systkini séu heima og einungis þau börn sem eru skráð mæti í tímana.

Ganga þarf frá greiðslu til að geta mætt í fyrsta tímann í gegnum stjarnan.felog.is. Verðið er 15.550 kr. og hægt er að greiða með kreditkorti eða óska eftir greiðsluseðli en hver seðill kostar 390 kr. 

Tekið verður á móti ykkur í andyrinu í Ásgarði og þurfa allir að koma og láta merkja við sig áður en gengið er inní salinn. Mætið því tímanlega.

Hægt er að skipta um föt í kvennaklefanum en feður og afar eru vinsamlegast beðnir um að fara ekki þangað inn. Ef karlkyns forráðamaður þarf að aðstoða börnin við fataskipti er hægt að fara í klefa 4 á gamla ganginu.

Hlökkum til að sjá ykkur hress og kát í haust.

Iðkendur

SkraIdkanda

Fimleikar - Næstu Viðburðir

Enginn viðburður skráður
felagsgj-509x185
 
 
 
 
 
Gardabaer
UA_red_1.jpg