Fimleikar
stjarnan-header-1
Fimleikar
Gildi3

Sumarfréttir

Mikið er um að vera hjá fimleikadeildinni.

 

1. og 2.flokkur voru í æfingabúðum á Ítalíu í seinustu viku. Ferðin gekk vonum framar og æfingar gengu vel.

 

Drengirnir úr S1 koma heim frá Danmörku úr æfingaferð í dag. Drengirnir hafa lært fullt af nýjum stökkum og koma reynslunni ríkari heim.

 

Sumaræfingar hófust 15.júní og hafa gengið vel.

Seinasta æfing í hópfimleikum er næsta fimmtudag 25.júní.

Áhaldafimleikarnir verða til 30.júní.

Eftir það er deildin komin í sumarfrí og hefst sumarstarfið aftur eftir Verslunarmannahelgi 4.ágúst með svipuðu sniði og í júní.

 

Vetrarstarfið hefst síðan 1.september. 

Þeir iðkendur sem voru að æfa á seinasta tímabili eru sjálfkrafa skráðir áfram en foreldrar eru beðnir um að yfirfara allar upplýsingar og ganga úr skugga um að þær séu réttar. Ef iðkandi ætlar ekki að halda áfram á næstu önn þarf að tilkynna það með tölvupósti á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  sem fyrst.
Ath. að þetta á ekki við iðkendur skráða í Krílatíma. Þá þarf að skrá fyrir hverja önn.

 

Opnað verður fyrir skráningu í Krílatíma (Börn fædd 2012-2011) um miðjan ágúst og verður nánari dagsetning auglýst síðar.

 

Hægt er að skrá iðkendur fædda 2010 á biðlista fyrir haustið. Sjá leiðbeiningar og nánari upplýsingar á http://stjarnan.is/fimleikar/nyskraning

 

 

 

Iðkendur

SkraIdkanda

Fimleikar - Næstu Viðburðir

Enginn viðburður skráður
felagsgj-509x185
 
 
 
 
 
Gardabaer
UA_red_1.jpg