Fimleikar
stjarnan-header-1
Fimleikar
Gildi3

Fimleikaveisla á Akureyri

Um helgina fer fram Vormót í hópfimleikum. Mótið er haldið á vegum FIMAK í KA heimilinu að Dalsbraut 1 á Akureyri.

Stjarnan sendir sjö kvennalið og tvö karlalið á mótið.
Hópurinn leggur af stað kl: 11:00 frá Stjörnunni með rútu á föstudeginum. Áætlaður heimkomutími er seint á sunnudagskvöldinu.

Börnin munu gista í Brekkuskóla á Akureyri.

Fyrsti hlutinn á laugardaginn hefst kl: 09:50 og eru áætluð mótslok í seinasta hlutanum á sunnudeginum kl: 16:15. Eftir það munu liðin leggja af stað með rútu heim til Reykjavíkur.

Spennandi keppni er framundan og verður gaman að sjá framfarir vetrarins.

Áfram Stjarnan!

Iðkendur

SkraIdkanda

Fimleikar - Næstu Viðburðir

Enginn viðburður skráður
felagsgj-509x185
 
 
 
 
 
Gardabaer
UA_red_1.jpg