Hópaskipting o.fl.
stjarnan-header-1

Hópaskipting o.fl.

Áhaldafimleikar – A-Hópar

Í áhaldafimleikum snýr þjálfun og keppni einkum að fjórum áhöldum: stökk, tvíslá, slá og gólf. 

A-hópar taka þátt í innanfélagsmótum og vinamótum og lengra komnir  taka einnig þátt í mótum á vegum FSÍ þar sem keppt er í þrepum íslenska fimleikastigans, 8.-1.þrepi.  Við leggjum mikla áherslu á að iðkendur taki þátt í mótum við hæfi og séu vel undirbúnir. 

·         Allra yngstu iðkendurnir æfa 8.-6.þrep, þar sem unnið er með fjölbreyttan fimleikagrunn og ýmsar æfingar til undirbúnings erfiðari æfingum.  Iðkendur yngri en 9 ára taka ekki þátt í mótum sem einstaklingar, einungis á innanfélags-, vina- og æfingamótum þar sem annað hvort er ekki raðað í sæti eða hóparnir taka þátt sem lið.

·         5.-3.þrep eru einskonar millistig þar sem áfram er unnið með skylduæfingar, erfiðleikinn eykst, en einnig fá iðkendur meira val í sínum æfingum.

·         2.-1.þrep eru léttari útgáfa af alþjóðlegum reglum þar sem fram fer lokaundirbúningur fyrir keppni í frjálsum æfingum.

·         Meistarahópar æfa og keppa í frjálsum æfingum eftir alþjóðlegum reglum, Womens´ Artistic Gymnastics, Code of Points WAG-COP 2013-2016. 

·         Meistarahópar stefna að keppni á mótum FSÍ innanlands, Íslandsmeistaramóti og að þátttöku í landsliðsverkefnum.

·         Æfingar eru frá 2-18 klst. á viku eftir hópum.

Áhaldafimleikar eru einstaklingsíþrótt. Á örfáum mótum er keppt í liðum. Liðin samanstanda þá af bestu einstaklingunum á hverjum tíma. Hins vegar æfa stúlkurnar í hópum. Hóparnir þurfa að vera á sama getustigi, svo við getum gefið hverjum og einum iðkanda bestu aðstæður til að þroskast og njóta þjálfunarinnar. Þegar þjálfun fer fram í hópum sem eru á sama getustigi, eru iðkendur fljótari að ná framförum og einnig gefur það þeim möguleika á gagnlegri samkeppni innan hópsins. Þetta gerir þjálfunina bæði ánægjulegri og gagnlegri fyrir hvern og einn iðkanda.

Það er óhentugt að hafa þjálfunarhópana stærri en sem nemur 14-16 iðkendum. Ef við fylgjum ekki þessari reglu náum við ekki að skapa umgjörð sem stuðlar að framförum fyrir alla meðlimi hópsins. Vegna þessa eru ákveðnar forsendur fyrir vali iðkenda í hvern hóp.

Fimleikadeild Stjörnunnar raðar iðkendum í hópa svo að iðkandur fái sem mest út úr æfingunni. Við uppröðun í hópa er einstaklingsmiðuð þjálfun höfð í huga sem hentar best hverjum og einum.

Viðmiðin við skipan hópa eru:

1.   Grunngeta iðkenda

2.   Getustig þeirra í stökki, tvíslá, slá og gólfi

3.       Styrkur þeirra, hraði og þrek

4.       Þroski þeirra og skilningur

5.       Geta þeirra til að fylgja fyrirmælum og hlusta

6.       Framfarir þeirra á undangengnu tímabili

7.       Reglur ÍSÍ, FSÍ og FIG ( Code of Point )

Við notum próf til að meta þætti 1,2,3,4,5.

Við getum ekki tekið tillit til :

·         Hvaða iðkendur eru vinir

·         Í hvaða hóp þeir voru árið á undan

·         Hverjum þeir eru með í skóla

·         Hverjir foreldrar þeirra eru

·         Fjölskylduaðstæðna

·         Hvar þeir búa

Við munum velja þann hóp sem er mest viðeigandi fyrir hvern iðkanda byggt á því getustigi sem hann er á þegar valið fer fram. Við viljum að hver iðkandi geti fengið sem mest út úr hverri æfingu og hverju tímabili.

·         Ef við setjum iðkanda með mikla reynslu og getu í hóp fyrir neðan hans getu fær hann ekki þjálfun við hæfi og mun eiga erfitt með að ná framförum.

·         Ef við setjum iðkanda með minni reynslu og getu í hóp á of háu stigi miðað við getu hans fær hann ekki rétta þjálfun og mun ekki ná framförum.

·         Það er mikilvægt að iðkandinn æfi á sínu getustigi til að ná framförum

·         Ef æfingarnar eru of auðveldar finnst iðkandanum ekki gaman og missir áhugann.

·         Ef æfingarnar eru of erfiðar finnst iðkandanum ekki gaman og missir áhugann.

Reglur um framgang upp í hópa á hærra getustigiHópar A1- A5 eru einstaklings -og getumiðaðir hópar. Ekki er hægt að gera ráð fyrir að vinkonur séu saman í hóp.  Það riðlar skipulagi og árangri.  Reglan er sú að vilji vinkonur æfa saman þarf sú sem er lengra komin að færa sig niður um hóp. Dæmi: Tvær vinkonur æfa saman í A5. Í lok keppnistímabils hefur sú staða komið upp að næsta vetur skal önnur þeirra færast upp í A4. Þær vilja endilega æfa saman og skal þá sú sem færast hefði upp um hóp vera annan vetur í A5. A6– A8 eru hópar fyrir byrjendur í áhaldafimleikum, eða stúlkur sem æfa áhaldafimleika. Keppt er í 8.-6.þrepi. Ekki er keppt á FSÍ mótum heldur einugis á innanfélags- og vinamótum. Að loknum grunnhóp er tekið stöðupróf og iðkendum raðað í hópa eftir getu sama regla á við og í A1-A5 hópum:

Ekki er hægt að gera ráð fyrir að vinkonur séu saman í hóp.  Það riðlar skipulagi og árangri.  Reglan er sú að vilji vinkonur æfa saman þarf sú sem er lengra komin að færa sig niður um hóp.

Markmið þessa hópa er að keppa á ponsumótinu sem haldið er á hverju vori, eftir því sem hver einstaklingur ræður við.  Byggja upp góðan grunn fyrir áframhaldandi fimleikaferil.

Frá A6 upp í A5

·         Iðkendur þurfa að vera 8 ára eða eldri.

·         Ef iðkandi keppti á 6. þrepi og hefur bætt stigin sín til að færast upp um þrep

·         Ef iðkandi hefur líkamlega og andlega getu sem þarf til að gera allar skylduæfingar í þrepi 5.

·         Ef iðkandi mætir vel og hefur áhuga á að þróa getu sína sem keppandi.

Frá A5 upp í A4

·         Ef iðkandi keppti í 5. þrepi og hefur bætt stigin sín til að færast upp um þrep: 56.00 stig eða hærra á FSÍ móti eða ef iðkandi hefur tekið miklum framförum á undangengnu tímabili (ákvörðun yfirþjálfara) og hefur náð framúrskarandi árangri á öðrum en FSÍ mótum.

·         Ef iðkandi hefur líkamlega og andlega getu sem samsvarar næsta þrepi, til að gera allar skylduæfingar á þrepi 4.

·         Ef iðkandi mætir vel og hefur áhuga á að þróa getu sína sem keppandi.

·         Ef iðkandi hefur jákvætt viðhorf til æfinga, keppni og þjálfara.

Frá A4 upp í A3 

·         Ef iðkandi keppti í 4. þrepi og hefur bætt stigin sín til að færast upp um þrep: 54.00 stig eða hærra á FSÍ móti eða ef iðkandi hefur tekið miklum framförum á undangengnu tímabili (ákvörðun yfirþjálfara) og hefur náð framúrskarandi árangri á öðrum en FSÍ mótum.

·         Ef iðkandi hefur líkamlega og andlega getu sem samsvarar næsta þrepi, til að gera allar skylduæfingar á þrepi 3.

·         Ef iðkandi mætir vel og hefur áhuga á að þróa getu sína sem keppandi.

·         Ef iðkandi hefur jákvætt viðhorf til æfinga, keppni og þjálfara.

Frá A3 upp í  A2

·         Ef iðkandi keppti í 3. þrepi og hefur bætt stigin sín til að færast upp um þrep: 54.00 stig eða hærra á FSÍ móti eða ef iðkandi hefur tekið miklum framförum á undangengnu tímabili (ákvörðun yfirþjálfara) og hefur náð framúrskarandi árangri á öðrum en FSÍ mótum.

·         Ef iðkandi hefur líkamlega og andlega getu sem samsvarar næsta þrepi, til að gera allar skylduæfingar á þrepi 2.

·         Ef iðkandi mætir vel og hefur áhuga á að þróa getu sína sem keppandi.

·         Ef iðkandi hefur jákvætt viðhorf til æfinga, keppni og þjálfara.

Frá A2 upp í A1

·         Ef iðkandi keppti í 2. þrepi og hefur bætt stigin sín til að færast upp um þrep: 48.00 stig eða hærra á FSÍ móti eða ef iðkandi hefur tekið miklum framförum á undangengnu tímabili (ákvörðun yfirþjálfara) og hefur náð framúrskarandi árangri á öðrum en FSÍ mótum.

·         Ef iðkandi hefur líkamlega og andlega getu sem samsvarar næsta þrepi, til að gera allar skylduæfingar á þrepi 1.

·         Ef iðkandi mætir vel og hefur áhuga á að þróa getu sína sem keppandi.

·         Ef iðkandi hefur jákvætt viðhorf til æfinga, keppni og þjálfara.

Frá A1 upp í A meistaraflokk 

·         Ef iðkandi keppti í 1. þrepi og hefur bætt stigin sín til að færast upp um þrep: 48.00 stig eða hærra á FSÍ móti eða ef iðkandi hefur tekið miklum framförum á undangengnu tímabili (ákvörðun yfirþjálfara) og hefur náð framúrskarandi árangri á öðrum en FSÍ mótum.

·         Ef iðkandi hefur líkamlega og andlega getu sem samsvarar næsta þrepi, til að gera allar skylduæfingar úr Code of Point.

·         Ef iðkandi mætir vel og hefur áhuga á að þróa getu sína sem keppandi.

Ef iðkandi hefur jákvætt viðhorf til æfinga, keppni og þjálfara.

Keppni og þátttaka í mótumÞað er mikilvægt fyrir félagið að allir iðkendur fái keppnisreynslu. Það er ástæðan fyrir því að það er betra fyrir suma iðkendur að fara ekki beint upp á hærra erfiðleikastig. Það er oft betra að vera lengur á því stigi sem iðkandinn er og eiga möguleika á að ná sæti í þjálfunarhópnum eða í keppnisliðinu. Hver iðkandi þroskast á mismunandi hraða og á mismunandi aldri, svo staða iðkanda getur breyst hratt.

Hver keppir og hver ekki getur breyst frá einu móti til annars innan hvers keppnistímabils. Þjálfararnir þurfa að undirbúa stúlkurnar fyrir þetta og tala opinskátt um það.

Haustmót og þrepamót - Fyrir öll þrep: Allir iðkendur sem hafa lokið undirbúningi skylduæfinga mega taka þátt. Það má vanta eitt atriði í eina skylduæfingu en best er að mæta til keppni með allar skylduæfingar. Ef iðkanda vantar tvær eða fleiri skylduæfingar (af öllum fjórum áhöldum) getur hann ekki tekið þátt í FSÍ mótum.

Mætingar á æfingar:  Ef iðkandi mætir ekki á a.m.k. 85% af vikulegum æfingum getur hann misst rétt sinn til að taka þátt í mótum og æfingabúðum.

5 ÞREP- Eingöngu iðkendur sem náð hafa 9 ára aldri mega taka þátt í keppni í fimmta þrepi.

4 ÞREP- Iðkendur sem hafa lokið 5. þrepi mega taka þátt (hafa náð 56.00 stigum eða meira á móti í 5. þrepi).

3 ÞREP - Iðkendur sem hafa lokið 4. þrepi mega taka þátt (hafa náð 54.00 stigum eða meira á móti í 4. þrepi).

2 ÞREP - Iðkendur sem hafa lokið 3. þrepi mega taka þátt (hafa náð 54.00 stigum eða meira á móti í 3. þrepi).

1 ÞREP - Iðkendur sem hafa lokið 2. þrepi mega taka þátt (hafa náð 48.00 stigum eða meira á móti í 2. þrepi).

FRJÁLSAR ÆFINGAR - Iðkendur sem hafa lokið 1. þrepi mega taka þátt (hafa náð 48.00 stigum eða meira á móti í 1. þrepi).

Bikarmót–  Lið í áhaldafimleikum.

5.-4 þrep. 8 í liði, 8 keppa og 6 telja til stiga á hverju áhaldi. Yfirþjálfari velur lið og ákveður hversu mörg lið fara til keppni, fylgja þarf meginreglunni að æfingarnar séu tilbúnar til keppni. Senda má inn 5 gestakeppendur frá hverju félagi sem keppa sem einstaklingar (geta ekki fengið verðlaun, enda um liðakeppni að ræða).

3. þrep. 6 í liði, 6 keppa, 4 telja til stiga á hverju áhaldi. Yfirþjálfari velur lið og ákveður hversu mörg lið fara til keppni, fylgja þarf meginreglunni að æfingarnar séu tilbúnar til keppni. Senda má inn 3 gestakeppendur frá hverju félagi sem keppa sem einstaklingar (geta ekki fengið verðlaun, enda um liðakeppni að ræða).

1.-2. þrep. 5 í liði, 5 keppa, 3 telja til stiga á hverju áhaldi. Yfirþjálfari velur lið og ákveður hversu mörg lið fara til keppni, fylgja þarf meginreglunni að æfingarnar séu tilbúnar til keppni. Senda má inn 2 gestakeppendur frá hverju félagi sem keppa sem einstaklingar (geta ekki fengið verðlaun, enda um liðakeppni að ræða).Það er aldrei gaman fyrir iðkanda að komast ekki í liðið en þetta eru reglurnar!

Þess vegna er það oft betra fyrir stúlku sem leggur hart að sér að vera í hópnum sem er fyrir neðan svo hún eigi meiri möguleika á að komast í liðið og fá keppnisreynslu. Það er meira þroskandi fyrir iðkandann og einnig mun skemmtilegra og spennandi! Þá verður auðveldara fyrir þjálfarann hennar að halda sterkum áhuga hennar lifandi svo hún geti tekið næsta skref upp á næsta þrep seinna meir.

Fyrir öll þessi mót, munu þjálfarar frá hverjum hópi ásamt yfirþjálfara ákveða hverjir eru tilbúnir til keppni á hverju móti fyrir sig.

Íslandsmót – Iðkendur sem hafa náð þrepinu á FSÍ móti. Yfirþjálfari velur þátttakendur á mótið. 

Mót sem ekki eru FSÍ mót  -Garpamót, Aðventumót, Mínvervumót, Ponsumót o.s.frv. eru opin fyrir alla iðkendur sem eru tilbúnir á sínu þrepi. Virða þarf reglur hvers móts fyrir sig.

Hópfimleikar – T-Hópar og S-Hópar

Hópfimleikar eru eins og nafnið gefur til kynna, hópíþrótt, þar sem 6-12 manna lið taka þátt í keppni á 3 áhöldum: gólf, dýna og  trampólín, með og án hests, en það fer eftir aldri og getu iðkenda hverjar áherslur eru. Í öllum aldurshópum er mikil áhersla lögð á samhæfingu hreyfinga og tónlistar. Aukin samkennd er þegar iðkendur eru komnir í hópfimleika því hópurinn verður að standa saman sem ein heild, bæði innan sem og utan íþróttahússins. Í hópfimleikum er mikilvægt að búa yfir miklum líkamlegum styrk og úthaldi og skiptast æfingar í dans eða stökk æfingar og hver æfing skiptist í upphitun, þjálfun á áhöldum, dans eða stökkæfingar og þol og styrktaræfingar.

Keppt er í kvennaflokki, karlaflokki og blönduðum flokki (MIX). 

Áherslur í æfingum fara eftir aldri og getu iðkenda, skipt er í flokka eftir aldri 4.-1.flokk og aukast erfiðleikakröfurnar eftir því sem líður á.  Þeir sem eru komnir styttra keppa eftir Landsreglum FSÍ og þeir sem lengra eru komnir keppa eftir alþjóðlegum TeamGym reglum.

Æfingar eru frá 1,5-16 tímar á viku eftir hópum.

Reglur um framgang upp í hópa á hærra getustigiSkipt er í hópa eftir aldri og getu einstaklinganna. Yfirþjálfarar leitast eftir því að raða í hópana þannig að hvert og eitt lið æfi saman. Yfirþjálfarar og þjálfarar meta einstaklingana útfrá getur, reynslu, styrk og hversu auðvelt hann á með að fylgja fyrirmælum. Leitast er eftir því að raða í hópanna þannig að félagði fái sem stekrustu liðin. Hverjum flokki er skipt upp í A, B og C lið eftir því hver fjöldi iðkanda er.

Þegar raðað er upp í hópana er metið hvaða liðsumferð er hægt að vinna með ásamt því að einstaklingarnir í hópnum geti svipaðar æfingar á gólfi (dansi). Einstaklingar með svipaða færni eru valdir saman í lið.

Keppni og þátttaka í mótumKeppt er á mótun á vegum FSÍ ásamt innanfélags- og vinamótum. Keppt er eftir reglum Code of points ásamt þeim undanþágum sem FSÍ gefur út á íslenskum mótum.

Ofþjálfun og heilbrigði í fimleikaæfingum

Þegar fjallað er um ofþjálfun er oft mjög erfitt að setja skýrar reglur eða mörk til að miða við.  Rétt magn þjálfunar er einstaklingsbundið og getur m.a. breytist með breyttum markmiðum einstakra iðkenda, næringu þeirra, svefnvenjum, álagi og meiðslum.  Þjálfunarmynstur sem gekk vel upp fyrir iðkanda fyrir nokkrum mánuðum síðan getur verið of mikið álag fyrir sama iðkanda ef hann fær ekki nægilega næringu, ef ekki er rétt staðið að þjálfun, ef hann hefur verið heilsuveill eða sefur ekki nægilega.  Að þjálfa of mikið – eða of lítið – getur hindrað iðkendur í að þróa þá færni sem þeir þurfa á að halda í æfingum og getur einnig haft slæm áhrif á líkamlegt ástand og heilsu iðkandans.  Mannslíkaminn er þrautseigur en hefur skýr takmörk, vandamálið er að ekki er alltaf auðvelt að skilgreina þau takmörk.  Að þróa og byggja upp líkama fimleikafólks svo hann verði vel samræmdur og heilbrigður er vandasamt verk sem þarfnast mikillar vandvirkni og hugsunar.  Einnig þarf huglægt mat að koma inn í dæmið og það mat er oft frekar list en vísindi.

Þar koma þjálfarar til sögunnar.  Þjálfarinn er sá aðili sem best getur ákvarðað æfingamagn og þau æfingaplön sem eru heillavænlegust fyrir hvern einstakan iðkanda.  Hvert barn er einstaklingur með sín sérkenni, því er ekki hægt að alhæfa um þjálfun þar sem sama þjálfunin hentar ekki fyrir öll börn.  Við vinnum að því að börnin sýni framfarir í fimleikum og séu stolt af framförum sínum en á sama tíma viljum við halda þeim líkamlega hraustum.  Þar sem við erum að vinna með börnum viljum við ekki stefna heilsu þeirra í hættu á neinn hátt, það er mikilvægast af öllu!  Við verðum öll, iðkendur jafnt sem þjálfarar og foreldrar, að hafa þolinmæði til að bíða eftir því að framfarir barnanna í fimleikum fylgi því sem líkami þeirra þolir, skref fyrir skref.

Hér eru leiðbeiningar til að fara eftir til að ná sem bestum árangri í þjálfun á heilbrigðum líkama:

·         Nóg af heilbrigðum og næringarríkum mat

·         Nóg af góðum svefni

·         Heitt bað eða sturta eftir allar æfingar til að líkaminn nái að jafna sig eftir æfingar

·         Bera krem á liðamót eða vöðva ef fundið er fyrir verkjum

·         Hreinsa hendur og bera græðandi krem á þær til að húð í lófum nái að gróa

·         Útiæfingar og leikir til að fá ferskt loft og súrefni í líkama

Foreldrar og aðrir sjálfboðaliðar

Foreldrar og aðrir sjálfboðaliðar eru mikilvægir aðilar sem geta aðstoðað fimleikadeild við að efla félagsstarfið, allan aðbúnað og aðstöðu deildarinnar, þannig að deildin og íþróttin eflist og blómstri. Því er vert að hlúa vel að öllu skipulagi sem varðar aðkomu forráðamanna.

Nýjar rannsóknir benda til þess að einn mikilvægasti þáttur forvarna sé styrkur foreldastarfsins í félögum og deildum.  Eftir því sem innbyrðis tengsl þeirra eru meiri, þeim mun betra

Efla þarf foreldrastarf, sjálfboðaliðun og aðkomu forráðamanna að starfi deildarinnar og félagsstarfinu. Reynslan sýnir að of fáir vinna mikið starf fyrir alla.  Foreldrar eru því hvattir til að taka þátt í starfi deildarinnar með einum eða öðrum hætti. Ýmist er hægt að taka þátt með reglubundnum hætti, s.s. í nefndastarfi, eða bjóða fram aðstoð þegar þörf er á, s.s. þegar verið er að undirbúa mót sem deildin heldur eða æfinga- og keppnisferðir innanlands og erlendis. 
felagsgj-509x185
 
 
 
 
 
Gardabaer