Hópalýsing
stjarnan-header-1

Hópalýsing

Vakin er athygli á því að fimleikar eru mikil tækniíþrótt og iðkendur þurfa mis langan tíma til að ná valdi á æfingunum. Teljum við það öllum til góðs að iðkendur séu í hópum sem samsvara þeirra þörfum.Oftar en ekki fáum við að heyra að vinkonur, frænkur eða systur vilji vera saman og að íþróttaiðkunin sé fyrir félagslega þáttinn. Við styðjum það heils hugar og bjóðum því ávallt þeim iðkendum sem óska eftir því að vera saman í hópi að sá iðkandi sem kominn er lengra fái að fylgi iðkandanum sem kominn er styttra til að fyrirbyggja meiðsli. Athugið að það er einnig bundið því að pláss sé í hópnum. Því er ekki hægt að færast upp um hóp á þeim forsendum að vinkona, frænka eða systir sé í hópi sem er kominn lengra.

 

 

KRÍLAHÓPAR 3-4 ára
Krílahópar eru skemmtilegir og krefjandi tímar fyrir 3 og 4 ára börn. Kennt er einu sinni í viku 45 mín á sunnudögum.

·         KRÍLI 2010 - Börn fædd 2010, Sunnudagar klukkan 09:30-10:15

·         KRÍLI 2011 - Börn fædd 2011 Sunnudagar klukkan 10:30-11:15.

Tímarnir eru alhliða hreyfing þar sem unnið er með hreyfiþroska og líkamsmeðvitund barnanna. Lögð er áhersla á að tengja hreyfingu, gleði og ánægju saman ásamt því að byggja traustan grunn fyrir áframhaldandi þátttöku í íþróttum.

Tímarnir gera ráð fyrir þátttöku foreldra. Uppbygging tímanna er þannig að foreldrar og iðkendur geta notið sín saman. Í byrjun er treyst á stuðning foreldra í tímunum og þátttöku þeirra en þegar líður á námskeiðið eru börnin hvött til að vinna sjálfstætt og taka þátt í tímunum óstudd.Nánari upplýsingar má fá á 
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Skráning iðkenda fer fram hér: https://stjarnan.felog.is/


BYRJENDUR 5-7 ára
Að loknum krílahópum taka við Grunnhópar.
Mikil áhersla er lögð á að iðkendur læri á og kynnist þeim áhöldum sem notuð eru í fimleikum og farið er í gegnum öll helstu undirstöðuatriði fimleika. Grunnhópar taka ekki þátt í mótum en fá í staðin jólaskemmtun ásamt því að taka virkan þátt í Vorsýningu deildarinnar. Í lok vorannar taka iðkendur þátt í æfingarmóti sem er jafnframt stöðupróf. Notast er við niðurstöður þess í uppröðun hópa á næsta tímabili. 

Grunnhópar stúlkna: G – hópar - Stúlkur 5 – 8 ára 
Alhliða þjálfun til að auka líkamsmeðvitund, hreyfiþroska, samhæfingu, styrk, liðleika og jafnvægi. Markmið þessara hópa er að undirbúa iðkendur undir áframhaldandi æfingar í áhaldafimleikum og hópfimleikum. 

Dæmi um æfingar: Kollhnís -fram og aftur, handstaða og handahlaup. Komast upp á og ganga á jafnvægisslá – byggja upp jafnvægi og áræðni. Styrktaræfingar á tvíslá og fá tilfinningu fyrir því að fara á hvolf, hlaup og hopp á stökkbretti/trampolíni. 

Iðkendur í G-hópum gætu færst á milli hópa um áramót eða aðrar breytingar orðið á æfingatíma. 
Æfingar eru 45 mín í senn 2 í viku. 

Yfirþjálfari grunnhópa er Ragna Björk Bragadóttir.

HALASTJÖRNUR 18-99 ára
Krefjandi alhliða hreyfing fyrir konur og karla frá 18-99 ára. Bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Ekki er nauðsynlegt að hafa fimleikagrunn bara áhuga. Tímarnir skiptast í upphitun fjölbreyttar fimleikaæfingar og þrekæfingar. Skemmtilegir tímar fyrir fólk sem vill vera í formi og stunda fimleika í góðum félagsskap. 

·         Æfingar eru samkvæmt stundaskrá.

·         Skráning: https://stjarnan.felog.is/.

·         Námskeiðið heitir Halastjörnur í skráningarkerfinu.

Þeir sem hafa áhuga á að koma í prufutíma, skrá sig í námskeið sem heitir FRÍR prufutími Halastjörnur og mæta með útprentaða kvittun úr kerfinu í salinn. Takmarkaður fjöldi getur komið í prufutíma hverju sinni. 

Framhaldshópar - ÁHALDAFIMLEIKAR KVENNA
A-hópar 
Áhaldafimleikar kvenna er einstaklings íþróttt þar sem keppt er á fjórum áhöldum, stökki, tvíslá, slá og gólfi. Yngri iðkendur æfa og keppa í þrepum Íslenska fimleikastigans, 8.-1.þrepi.
Löggð er áhersla á að iðkendur taki þátt í mótum við hæfi og séu vel undirbúnir. Ætlast er til að iðkendur taki þátt á öllum mótum sem bjóðast til að byggja upp keppnisreynslu. 


·         8.-6. þrep:  Filmeikastiginn hefst á 8. þrepi og vinna iðkendur sig síðan upp. Unnið er með fjölbreyttar grunnæfingar í fimleikum sem eru undirfari erfiðari æfinga. Iðkendur yngri en 9 ára taka ekki þátt í mótum sem einstaklingar, einungis á innanfélags, vina og æfingamótum þar sem annað hvort er ekki raðað í sæti eða hóparnir taka þátt sem lið.

·         5.-3.þrep: Eins konar millistig þar sem áfram er unnið með skylduæfingar, erfiðleikinn eykst en iðkendur fá meira val í sínum æfingum.

·         1.-2. þrep: Léttari útgáfa af alþjóðlegum reglum þar sem fram fer lokaundirbúningur fyrir keppni í frjálsum æfingum.

Meistarahópar æfa og keppa í frjálsum æfingum eftir alþjóðlegum reglum, stefna að keppni á mótum FSÍ innanlands, Íslandsmeistaramóti og að þátttöku í landsliðsverkefnum. 

Rétt er að taka fram að iðkendur færast í hópa eftir getu og því ekki alltaf hægt að fylgja vinkonum og/eða skyldmennum.

Æfingar eru frá 2 – 19 klst. á viku eftir hópum.

Yfirþjálfari áhaldafimleikakvenna er Nicoleta Christina Branzai.

Yfirþjálfari 8.-6.þreps er Steinunn Sif Jónsdóttir

Framhaldshópar - HÓPFIMLEIKAR
T-hópar
Hópfimleikar eru hópíþrótt þar sem keppt er á þremur áhöldum í dansi, dýnustökkum og trampólíni.

 

Í hverju liði eru 6-12 manns.  Keppt er í þremur flokkum kvennaflokki, karlaflokki og blönduðum liðum. 
Áherslur í æfingum fara eftir aldri og getu iðkenda. Skipt er í flokka eftir aldri ásamt getu.


·         4.-2.flokk: Keppni á vegum FSÍ hefst í 4.flokki. Við hvern flokk aukast kröfur í erfiðleika.

·         1.flokkur og meistarahópur: Þessir flokkar keppa eftir alþjóðlegum reglum.

Æfingar eru frá 3-16 tímar á viku eftir hópum 
Yfirþjálfari hópfimleika er Niklas Jerkeholt.

Yfirþjálfari yngri flokka hópfimleika er Aníta Líf Aradóttir.

Strákaflokkar - HÓPFIMLEIKAR
Fimleikadeild Stjörnunnar býður upp á fimleika fyrir drengi. Einungis er boðið uppá hópfimleika. S stendur fyrir strákaflokka.
Raðað er í hópa eftir aldri ásamt getu.

Elstu drengjahóparnir heita S1 og færist svo talan niður eftir því á hvaða aldri drengirnir eru í hverjum hópi fyrir sig.

Til að byrja með eru drengirnir(5-8 ára) í alhliða þjálfun til að auka líkamsmeðvitund, hreyfiþroska, samhæfingu, styrk, liðleika og jafnvægi. Markmið þessara hópa er að undirbúa iðkendur undir áframhaldandi æfingar í hópfimleikum. 

Byrjendur í strákaflokkum taka ekki þátt í mótum en fá í staðin jólaskemmtun ásamt því að taka virkan þátt í Vorsýningu deildarinnar.


Dæmi um æfingar: Kollhnís -fram og aftur, handstaða og, handahlaup. Hlaup og hopp á stökkbretti/trampolíni. Æfingar eru 45 mín í senn 2 í viku. 


Eftir það taka við stífari æfingar með sama sniði og framhaldshópar-Hópfimleikar.

Yfirþjálfari drengjahópa er Henrik Pilgaard.

Iðkendur

SkraIdkanda
felagsgj-509x185
 
 
 
 
 
Gardabaer
UA_red_1.jpg