Æfingagjöld
stjarnan-header-1

Æfingagjöld

Fimleikadeild Stjörnunnar

 

 

 

Gengið er frá greiðslu í gegnum skráningarvefinn stjarnan.felog.is aðeins er hægt að greiða með greiðsluseðli. Hægt er að skipta greiðslum en hver seðill kostar 390 kr. Hægt er að nýta hvatapeninga Garðabæjar, frístundarstyrk Kópavogs, Hafnarfjarðar og Reykjavíkur í gegnum Nora. Til lækkunar á æfingagjöldum.  Til að nýta frístundarstyrkina í Kópavogi, Hafnarfirði og Reykjavík þarf að skrá sig inn í Nora með island.isEf ekki er gengið frá greiðslu fyrir 10. september á haustönn og 10. janúar  á vorönn verður sendur út greiðsluseðill með 1 greiðslu.

Innifalið í æfingargjöldum er skráningargjald til FSÍ.

Mótagjöld eru innheimt sér.

Eftir að námskeið er hafið eru engar endurgreiðslur mögulegar, nema hjá iðkendum sem hefja æfingar hjá Fimleikadeild Stjörnunnar í fyrsta sinn, sem geta fengið þáttökugjöld niðurfelld kjósi þeir að hætta við iðkun hjá Fimleikadeild Stjörnunnar innan tveggja vikna frá því að æfingar hófust samkvæmt æfingatöflu. Eftir þann tíma fást æfingagjöld annar ekki endurgreidd nema um veikindi eða slys sé að ræða og vottorði sé framvísað. Tilkynning þar að lútandi þarf að berast skrifstofu Fimleikadeildar Stjörnunnar í tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  innan tilskilins frests. Ath. að greiða þarf æfingargjöld fyrir þessar tvær vikur.


Byrjendahópar - Æfingatímabil
Haustönn er frá 5. sept 2016 - 20. desember 2016.

Vorönn er frá 3. janúar 2017 - 31. maí 2017. 

Rétt er að taka fram að æfingatímar geta breyst á milli anna.

Byrjendahópar æfa 9 mánuði á ári.
Skuldbinda þarf sig heila önn, 4 mánuði á haustönn og 5 mánuði á vorönn.


Framhaldshópar - Æfingatímabil


Haustönn er að öllu jöfnu frá 3. ágúst 2016 - 31. desember 2016.
Vorönn er að öllu jöfnu frá 3. janúar 2017 - 31. júní 2017. 

Framhaldshópar æfa 11 mánuði á ári.
Skuldbinda þarf sig heila önn, 5 mánuði á haustönn og 6 mánuði á vorönn.


Tekið er fram að hluti sumaræfinga getur verið í júlí. Fyrirkomulag sumaræfinga er misjafnt á milli hópa og verður kynnt með fyrirvara.

Rétt er að taka fram að æfingatímar geta breyst á milli anna.


Iðkendur

SkraIdkanda
felagsgj-509x185
 
Gestabok
netsofnun
Gardabaer
UA_red_1.jpg