Category Archives: 6. flokkur ka

Æfingar hjá 4.,5.6. og 7. fl. í knattspyrnu falla niður í dag.

Æfingar hjá 4., 5., 6.  og 7. flokkum í knattspyrnu falla niður í dag vegna veðurs.

Allar útiæfingar hjá knattspyrnudeild falla niður

Allar útiæfingar hjá knattspyrnudeild falla niður fimmtudag,föstudag og laugardag. Vegna kulda og snjókomu.Vallarskilyrðin eru ekki hæf til æfinga og snjólag á vellinum gerir okkur illkleift að æfa. Í stað þess að vera með einhverjar þreifingar dag frá degi þá má segja að æfingar falli niður þessa daga. Nema veður breytist skyndilega.Vinsamlegast fylgist  vel með bloggsíðum og tölvupósti ef eitthvað skyldi breytast en æfingar verða þó ekki settar aftur á nema með góðum fyrirvara.

Ný umferð í Stjönutippinu hefst laugardaginn 12 jan.

Næsti hópleikur í Stjörnutippinu hefst á laugardaginn (12.janúar).

Það verður tippað á sama tíma og venjulega eða klukkan 11:00-13:00 í Stjörnuheimilinu. Þessi hópleikur stendur í 6 vikur.

DúllanSiggi Þórðar („dúllan“) verður okkar maður í heimilinu á laugardögum. Hann verður búinn að hella upp á kaffi, útdeilir tippseðlunum og tekur við seðlunum.

Endilega verið duglegir að hafa samband við vini og félaga og bjóða þeim í heimilið á laugardaginn.

(Það verður hægt að renna seðlinum í gegn í heimilinu ef menn hafa áhuga á því en með því eru menn að styrkja Stjörnunnar í leiðinni. Siggi mun græja það fyrir menn á  milli 11:00-13:00).

Ef menn komast ekki í Stjörnuheimilið þá geta menn sent tippseðilinn á j.saevarsson@gmail.com í síðasta lagi klukkan 13:00 á laugardegi.

Hægt er að nálgast seðil helgarinnar hérna: https://games.lotto.is/CF/games/ENG/index.do

1x2Reglurnar í Stjörnutippinu eru með þeim hætti að lélegasta skorið af þessum 6 vikum dettur út hjá hverjum hóp. Menn hafa alltaf 2 þrítryggingar og 4 tvítryggingar til þess að tippa á hvern seðil. Ef hópur skilar ekki seðli þá fær sá hópur lægsta skor umferðarinnar. Dæmi; ef lægsta skorið er 5 réttir þá fær hópurinn sem skilaði ekki seðli skráða 5 rétta. Þegar 6 umferðum er lokið og hópar enda með jafn mörg stig eftir að lægsta skorið er dregið frá, þá gildir hver fékk samtals hæsta skor. Ef menn eru enn jafnir eftir það þá er það hæsta einstaka skorið sem hópar náðu í hópleiknum.  Ef menn eru enn jafnir eftir það, þá er hlutkesti.

Peningaverðlaun eru fyrir efstu þrjú sætin og nokkur önnur aukaverðlaun.

Þátttökugjaldið er kr. 8.000 á hvern hóp.  Ekki kr. 8000 á hvern einstakling.

Hlökkum til að sjá sem flesta í Stjörnuheimilinu á laugardaginn

Leggið vinsamlegast inn á eftirfarandi reikning:

Reikningsnúmer: 0318-26-092002 Kennitala: 200281-4389

Knattspyrnunámskeið með Jóhanni Laxdal í júlí

Stjarnan mun bjóða uppá tvö fótboltanámskeið fyrir stráka og stelpur í júlí. Námskeiðið er fyrir iðkendur í 7.flokki og 6.flokki. Aðalleiðbeinandi er Jóhann Laxdal, leikmaður meistaraflokks karla en hann mun njóta aðstoðar frá ungum og efnilegum leikmönnum yngri flokka félagsins. Umsjónarmaður námskeiðsins er Þórhallur Siggeirsson, þjálfari 4.flokks karla.

Continue reading