Blak
stjarnan-header-1
blak
Gildi3

Alþjóðlegt æfingamót í blaki um helgina í Ásgarði

Um helgina heldur Stjarnan alþjóðlegt æfingamót karla í blaki. Mótið fer fram í Ásgarði og auk heimamanna í Stjörnunni mæta til leiks lið Aftureldingar og tvö sterk háskólalið frá Englandi. Liðin sem um ræðir koma frá Durham University og University of East London. 

Á mótinu verða leikmenn hvaðanæva úr heiminum, m.a. Íslandi, Póllandi, Bosníu, Lettlandi, Spáni, Bandaríkjunum, Kanada og Bretlandi. Ljóst er að hér verður um hörkuleiki að ræða og viljum við hvetja alla blakáhugamenn á Íslandi að fjölmenna á pallana. 

Aðgangseyrir verður 500 kr fyrir stakan dag en einnig verður hægt að fá helgarpassa á 1000 kr. Frítt inn fyrir 18 ára og yngri.

Hvetjum alla til að kíkja í Ásgarð og hvetja strákana okkar áfram!

 

Snip20170217 32

Iðkendur

SkraIdkanda
felagsgj-509x185
ERINDI 5 
 
 
Gestabok
netsofnun
Gardabaer