Blak
stjarnan-header-1
blak
Gildi3

Stjarnan sigraði KA í leikjum helgarinnar

Um helgina mættust Stjarnan og KA í tveimur leikjum í Mizunodeild karla í Ásgarði.

Á laugardaginn mættust liðin í fyrsta skipti á tímabilinu. Bæði lið eru töluvert breytt frá því á síðasta tímabili og því spennandi að sjá liðin mætast.

Stjarnan fór vel af stað í fyrstu hrinunni en KA náði að jafna 5-5. Stjarnan náði svo aftur forystu og leiddi hrinuna nokkuð örugglega. Eftir leikhlé KA í stöðunni 22-13 náðu KA menn að klóra í bakkann en dugði það ekki til og hrinan endaði 25-18.

Lið Stjörnunnar setti tóninn strax í byrjun annarrar hrinu með 3 blokkir í röð og staðan því 3-0. Stjarnan hélt áfram forystunni en þegar leið á hrinuna varð staðan jafnari. KA náði að jafna í stöðunni 21-21 og átt svo 2 mikilvæga ása og náðu þeir forystu 21-23. Stjarnan jafnaði svo aftur í 23-23. Stjarnan kláraði hrinuna 25-23 eftir ás og blokk í gólf og Stjörnumenn komnir í 2-0 í hrinum.

Í þriðju hrinu náði KA fljótlega yfirhöndinni en áttu erfitt með að halda henni eftir mörg uppgjafar- og sóknarmistök. Allt var í járnum í gegnum hrinuna og var staðan jöfn fram á síðasta stig. Í stöðunni 24-24 komst KA á skrið og náði þremur stigum í röð og kláraði hrinuna 24-26, og þar með var staðan 2-1 í hrinum.

Fjórða hrinan var gífurlega jöfn alla hrinuna líkt og í þriðju hrinu en ólíkt þeirri hrinu nær Stjarnan að landa sigri í leiknum á síðstu stigunum og endar hrinan 26-24 og þar með leikurinn 3-1 fyrir Stjörnunni.

Stigahæstir í liði Stjörnunnar voru Alexander Stefánsson, fyrirliði, með 17 stig og Benedikt Baldur Tryggvason með 11 stig. Ævarr Freyr Birgisson og Hristiyan Dimmitrov voru stigahæstir í liði KA með 13 stig hvor.

Hitnaði í kolunum í Ásgarði í dag

Í dag fór fram svo annar leikur helgarinn á milli liðanna og var sá leikur eldheitur. Mörg spjöld ruku upp úr vösum dómarans í gegnum leikinn og var mikill æsingur í liðunum. Fyrsta hrinan fór rólega af stað og skiptust liðin á að skora stig í gegnum hrinuna en tóku nokkrar skorpur inná milli hvort. Hrinan var því mjög jöfn og endaði 23-25 þar sem KA skoraði 2 mikilvæg stig í röð.

Í annarri hrinu var ljóst að hiti var aðeins farinn að færast í leikinn og voru KA menn ósáttir við ýmsar dómgæslur og um miðja hrinuna fær liðið áminningu og gult spjald. Leikurinn var þó nokkuð jafn en Stjarnan var í gegnum hrinuna með tveggja til þriggja stiga forystu. Í stöðunni 23-30 fyrir Stjörnunni tekur KA tvö leikhlé í röð og náðu að jafna 23-23. Þá tók Stjarnan leikhlé og náði að klára hrinuna 25-23 og jafnaði stöðuna í leiknum í hrinum talið, 1-1.

Í þriðju hrinu fór allt í háaloft. Hrinan fór nokkuð jöfn af stað en KA menn í stöðugum samskiptum við dómarann og virtust vera mjög ósáttir og létu vel heyra í sér. Eftir áminningu á liðið úr fyrri hrinu fékk Valþór í KA rautt spjald fyrir mótmæli. Stuttu síðar fékk Filip, uppspilari og fyrirliði KA, einnig rautt og orðið sjóðheitt af spennu í bláa salnum. Aðeins nokkrum andartökum seinna, í stöðunni 8-4 fékk Filip svo rautt og gult spjald og var þar með vísað af vellinum það sem eftir var af hrinunni. KA menn náðu ekki að rífa sig upp eftir þessi atvik og varnn Stjarnan hrinuna örugglega 25-13.

Filip kom aftur inn í fjórðu hrinunni og komust KA-menn vel af stað með hrinuna og leiddu 4-1. Stjarnan náði svo að jafna stigaskorið og var staðan jöfn í 7-7 þegar Stjarnan náði svo yfirhöndinni 12-7. Stjarnan hélt nokkurra stiga forskoti í gengum hrinuna sem endaði svo 25-18 og Stjarnan stóð því uppi sem sigurvegari í leiknum, í hrinum talið 3-1 líkt og daginn áður.

Stigahæstir í liði Stjörnunnar voru Alexander Stefánsson með 26 stig og Benedikt Baldur Tryggvason með 15 stig. Í liði gestanna, KA, voru stigahæstir Valþór Ingi Karlsson með 16 stig og Hristiyan Dimitrov með 10 stig. 

Stjarnan stóð því uppi sem sigurvegari í báðum leikjum helgarinnar, 3-1 (25-18, 25-23, 24-26, 26-24) og 3-1 (23-25, 25-23, 25-13, 25-18). Eftir leiki helgarinnar stendur Stjarnan í 2. sæti í deildinni með 12 stig, einu stigi á eftir Þrótti Nes sem er með 13 stig. KA er í 5. sæti með 2 stig. Liðin mætast aftur á Akureyri í febrúar. 

 

Gaman er að segja frá því að eftir umferð helgarinnar á Stjarnan fjóra leikmenn í draumaliði Mizunodeildar karla. Það eru þeir Alexander Stefánsson, dio og fyrirliði liðsins, Benedikt Rúnar Valtýsson, miðjublokkari og Matthew Gibson, uppspilari. Kristófer Björn Ólason Proppé er í varaliði umferðarinnar sem miðjublokkari. Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Mizunodeildar karla í blaki.

Iðkendur

SkraIdkanda
felagsgj-509x185
ERINDI 5 
 
 
Gestabok
netsofnun
Gardabaer