Blak
stjarnan-header-1
blak
Gildi3

Öflugur liðsstyrkur í Garðabæinn

blakarar2Blakdeild Stjörnunnar hefur gengið frá samningum við tvo erlenda leikmenn.Leikmennirnir sem um ræðir heita Rosilyn Cummings og Matthew Gibson. Af þessu tilefni er rétt að kynna leikmennina fyrir stuðningsmönnum.

 

Rosilyn Cummings

Rosilyn eða Rosi er fædd og uppalin í New York. Hún spilaði fyrir SUNY Plattsburgh í þrjú tímabil frá 2011-2013. Hún státar af frábærum árangri með liðinu sem fyrirliði. Á síðasta ári sínu leiddi hún deildina í skoruðum stigum í hrinu en öll árin var hún heiðruð fyrir frábæran árangur (All-Conference Honors) og átti hún sæti í úrvalsliði deildarinnar. Þá var hún valin mikilvægasti leikmaður deildarinnar á síðasta tímabili sínu. Rosi hefur tekið þátt í æfingabúðum fyrir bandaríska landsliðið í blaki sem og úrvalsdeildinni þar í landi. Rosi er leikmaður sem kemur til með að styrkja lið Stjörnunnar í móttöku sem og sókn.

Matthew Gibson

Matt er 27 ára kanadískur uppspilari. Á árunum 2007-2015 spilaði hann fyrir University of Western Ontario Mustangs og Durham College Lords. Eftir síðasta tímabilið hjá Durham College Lords (Oshawa, Ontario) var hann valinn í úrvalslið austurdeildar OCAA.

Blakdeild Stjörnunnar býður þau hjartanlega velkomin og er hæstánægð með ráðningu þessara leikmanna en ljóst er að hér er reynslumikið fólk á ferð sem kemur til með að styrkja bæði lið umtalsvert.

Iðkendur

SkraIdkanda
felagsgj-509x185
ERINDI 5 
 
 
Gestabok
netsofnun
Gardabaer