Leikfimi
stjarnan-header-1

Leikfimi

Leikfimishópur almenningsíþróttadeildar telur 120 - 130 iðkendur í hóptímum í sal og skiptist sú tala nokkuð jafnt milli kynja.
Í boði eru hóptímar þrisvar í viku (morguntímar kvenna) og tvisvar í viku eftirmiðdaga fyrir konur og karla.

Deildin hefur lag sérstaka áhersu á:
Hóptíma í sal með menntuðum íþróttakennurum. Leikfimi Birnu og Óla.
Göngu- og fræðsluferðir yfir vetrartímann á laugardagsmorgnum.
Árlegur viðburður er kvennahlaupið sem er einn stærsti íþróttaviðburður hér á landi og hefur orið til að efla konur á öllum aldri til að fara út og hreyfa sig og hafa gaman af.  Þann áttunda júní var Kvennahlaupið haldið í 24 sinn og strax hafinn undirbúningur að 25 hlaupinu.  Upphafsmaður Kvennahlaupsins var Lovísa Einarsdóttir íþróttakennari sem lést skömmu fyrir 24. Hlaupið.  Lovísa var með kvennaleikfimi í Garðabæ um árabil og átti stórann þátt í að efla konur til þáttöku í almenningsíþróttum.  Að frumkvæði Kvennahlaupsnefndar er hafinn undirbúningur að gerð minnismerkis um Kvennahlaupið og Lovísu sem staðsetja á í miðbæ Garðabæjar.

Aðstaða
Núverandi aðstaða er Ásgarður en deildin hefur afnot af speglasal á efri hæð þrjá morgna í viku og „Bláa salnum“ niðri tvo eftirmiðdaga í viku.
Stór hluti af prógraminu er að fara í heitu pottana og sundlaugina af æfingum loknum.
Fyrirlestrar
Markmið deildarinnar er einnig að bjóða uppá heilsutengda fyrirlestra einu sinni til tvisvar á vetri og heilsueflingardag í Ásgarði a.m. annað hvort ár.

Félagslíf
Það hefur ávalt verið tilgangur deildarinnar að efla tengslin með því að brydda upp á einhverju skemmtilegu fyrir utan líkamsræktina og hafa þjáfarar verið mjög virkir í að halda utan um hópinn sinn.  Ennþá eru margir iðkendur sem hafa verið með frá upphafi, en sem betur fer er einnig endurnýjun og er ávalt nýjum félögum tekið vel og þeir hvattir til að taka þátt í félagslífinu.
Deildin heldur m.a. árlega þorrablót, vorhátíð og Jeppaferð að hausti.
 Jólafagnaður er haldinn fyrsta miðvikudag í desember ár hvert og hefst með skemmtilegum leikfimitíma í sal og á eftir er borðað af hlaðborði í Stjörnuheimilinu.  Fastur liður er eða „efla barnið í okkur“ og því eru gömlu jólalögin sungin og dansað er í kring um jólatré.

Á aðventunni hafa að jafnaði verið skipulagðar tvær gönguferðir á laugardögum.  Sú fyrri í nálægð við miðbæ Reykjavíkur og þá er borðað saman eftir göngu síðast á Sjónmynjasafninu.  Seinni gönguferðin er frá Ásgarði í Maríuhella þar sem haldin er smá helgistund á léttu nótunum og nokkur jólalög tekin.  Báðir þessir viðburðir hafa verið mjög vel sóttir og flestum þykir þeir alveg ómissandi þáttur í jólahefðinni.
 
 
 

Iðkendur

SkraIdkanda

Æfingatímar leikfimi

Í boði eru hóptímar þrisvar í viku (morguntímar kvenna) og tvisvar í viku eftirmiðdaga fyrir konur og karla.

Þjálfarar leikfimi

Elín Birna Guðmundsdóttir
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
GSM: 891 8511

Ólafur Ágúst Gíslason
GSM: 847 2916

felagsgj-509x185
 
 
 
 
 
Gardabaer