Hlaupahópur
stjarnan-header-1

Hlaupahópur

Hlaupahópur Stjörnunnar
Hlaupahópur Stjörnunnar var stofnaður 4. október 2012 og er hluti af Almennings-íþróttadeild Stjörnunnar.  Fyrirrennari hópsins var Skokkhópur Garðabæjar sem stofnaður var 2008.  Hlaupahópur Stjörnunnar óx hratt frá stofnun og mun hraðar en stofnendur gerðu ráð fyrir.  Um áramótin 2012/2013 voru félagsmenn orðnir um  80 og fór í 140 félagsmenn á árinu 2013.   Á skömmum tíma varð Hlaupahópur Stjörnunnar á meðal stærstu hlaupahópa landsins.  Mikið og öflugt starf hefur verið unnið innan hópsins og lykillinn er að halda úti öflugu starfi fyrir nýliða sem hefur gengið vel.

Fjögur getustig
Hópum er skipt í fjögur getustig;
  • Byrjendur sem eru að stíga sín fyrstu skref í hlaupum.
  • Í hópi 1 eru þeir sem eru örlítið lengra komnir í hlaupum.
  • Innan hóps 2 eru þeir sem eru að glíma við tíma á 10 km og 21 km
  • Í hópi 3 eru þeir sem lengst eru komnir og stunda keppnishlaup bæði hér heima og erlendis.  

Í Hlaupahópi Stjörnunnar eru bæði byrjendur og þrautreyndir hlauparar og allt þar á milli.    Stjörnuhlauparar fjölmenntu í mörg minni og stærri hlaup á tímabilinu.  Á árinu 2013 náðu sjö Stjörnuhlauparar þeim góða árangri komast inná á lista yfir 55 berstu árstíma í maraþon á Íslandi.  Á tímabilinu störfuðu tveir þjálfarar Hlaupahóp Stjörnunnar.

Félagsstarf
Mikið og öflugt félagstar er hjá Hlaupahópi Stjörnunnar. Ásamt Hlauparáðinu sem stýrir daglegum málum, þá er sérstök Viðburðarnefnd sem sér um félagslega þáttinn og einnig er fjallgöngunefnd sem sér um að skipuleggja fjallgöngur einu sinni í mánuði. Hlaupahópurinn leggur mikið upp úr félagslega þættinum og reglulega eru minni og stærri viðburðir.  Hópurinn hefur sett sér þá stefnu að að taka þátt  öll saman þátt í tveimur hlaupum á hverju ári.  Það er Gamlárshlaup ÍR og Reykjavíkurmaraþonið.

Allir velkomnir
Þá hefur hlaupahópurinn markað sér þá stefnu að allir eru velkomnir í Hlaupahóp Stjörnunnar, byrjendur jafnt sem lengra komnir. Hlaupahópurinn er með fésbókarsíðu "Hlaupahópur Stjörnunnar" og þar er að finna allar upplýsingar um starfsemi félagsins.

Æfingar
Æfingar eru 4 sinnum í viku frá Ásgarði, mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga kl. 17:30 og Laugardaga kl. 9:30.
 
 

Iðkendur

SkraIdkanda
felagsgj-509x185
 
 
 
 
 
Gardabaer