Almenn.íþr / Hlaup
stjarnan-header-1
almenningssport
Gildi3

Almenningsíþróttadeild Stjörnunnar

Almenningsíþróttadeild er deild innan Stjörnunnar sem sér um almenningsíþróttir.  
Markmið deildarinnar er að efla almenningsíþróttir í Garðabæ og gefa þeim aðilum sem að jafnaði taka ekki þátt í keppninisíþróttum, möguleika á að efla sál og líkama með þáttöku í almennri líkamsrækt.

Almenningsíþróttadeildin skiptir í Leikfimi og hlaupahhóp. 
Leikfimihópurinn telur 120 - 130 iðkendur í hóptímum í sal og skiptist sú tala nokkuð jafnt milli kynja.  Hlaupahópurinn telur um 140 iðkendur.

Deildin hefur lagt sérstaka áhersu á:
  • Hóptíma í sal með menntuðum íþróttakennurum. Leikfimi Birnu og Óla.
  • Göngu- og fræðsluferðir yfir vetrartímann á laugardagsmorgnum.
  • Hlaupaæfingar fyrir byrjendur og lengra komna hlaupara.

Árlegur viðburður er kvennahlaupið sem er einn stærsti íþróttaviðburður hér á landi og hefur orið til að efla konur á öllum aldri til að fara út og hreyfa sig og hafa gaman af.  Þann áttunda júní var Kvennahlaupið haldið í 24 sinn og strax hafinn undirbúningur að 25 hlaupinu.  Upphafsmaður Kvennahlaupsins var Lovísa Einarsdóttir íþróttakennari sem lést skömmu fyrir 24. Hlaupið.  Lovísa var með kvennaleikfimi í Garðabæ um árabil og átti stórann þátt í að efla konur til þáttöku í almenningsíþróttum.  Að frumkvæði Kvennahlaupsnefndar er hafinn undirbúningur að gerð minnismerkis um Kvennahlaupið og Lovísu sem staðsetja á í miðbæ Garðabæjar.

Nánari upplýsingar um Leikfimina og Hlaupahópinn má finna á svæði þeirra á heimasíðunni.
 
 
 

Iðkendur

SkraIdkanda
felagsgj-509x185
 
 
 
 
 
Gardabaer