Fræðsla
stjarnan-header-1

8. flokkur karla - Kennsluefni 2014

UPPSTILLING ÞEGAR VIÐ SPILUM 4 Á MÓTI 4
fotboltavollur

——————————————————————————————————————————––––––––––––––

MIÐJA

Við byrjun leiks er tekin miðja og ef mark er skorað þá er einnig tekin miðja. Þá verða allir að vera komnir inn á sinn eigin vallarhelming. Sá sem tekur miðjuna spyrnir boltanum til samherja í sínu liði. Sá sem fær boltann sendir hann áfram til samherja eða fer sjálfur með hann af stað eftir að dómarinn hefur flautað til leiks. Þannig byrja allir leikir í fótboltanum.

——————————————————————————————————————————––––––––––––––

INNKAST

Við tökum innkast þegar allur boltinn hefur farið yfir hliðarlínuna og útaf vellinum. Þá er tekið innkast á þeim stað sem boltinn fór útaf.

——————————————————————————————————————————––––––––––––––

HORNSPYRNUR

Ef við missum boltann útaf við hlið okkar eigin marks þá fær andstæðingurinn hornspyrnu. Það sama gildir á vallarhelmingi andstæðingsins, ef þeir missa boltann fyrir aftan sitt mark þá fáum við hornspyrnu. Í hornspyrnum er mikilvægt fyrir leikmenn að standa ekki kyrrir heldur hreyfa sig frá mótherjunum og þegar við fáum á okkur hornspyrnur þá þurfum við að dekka andstæðinginn og passa að hann fái ekki pláss og tíma til að skora í okkar mark.

——————————————————————————————————————————––––––––––––––

FÓTBOLTI ER SKEMMTUN

Muna til að ná árangri þá verða allir að vinna saman því að fótbolti er hópíþrótt sem allir leggjast á eitt til að verða betri. Að skora mark er gaman en muna það að fagna öllum mörkum saman því að þið eruð eitt lið Stjarnan. Með þessu þá skemmtið þið ykkur og öllum þeim sem eru að horfa á ykkur spila fótbolta. Muna svo að hafa gaman að því sem þið gerið því að það er ekkert skemmtilegra en að æfa fótbolta!

——————————————————————————————————————————––––––––––––––

MIÐJUMENN OG SÓKNARMENN

Allir leikmenn eru varnarmenn þegar andstæðingurinn hefur boltann og þegar samherjar hafa boltann þá eru allir sóknarmenn. Það skiptir miklu máli að vinna boltann af andstæðingnum eins fljótt og auðið er. Miðju- og sóknarmenn þurfa að hafa góða boltatækni til að geta platað andstæðinginn og til að geta sent og hlaupið framhjá andstæðingnum. Einnig þurfa þeir að geta tekið á móti bolta innanfótar og skotið á markið. Góð æfing er að fara út í garð og æfa sig í að skjóta í veggi og taka á móti boltanum og svo má ekki gleyma að fara út á battavöllinn til að æfa sig. Muna svo að æfingin skapar meistarann!

——————————————————————————————————————————––––––––––––––

VARNARMENN

Hlutverk varnarmanns er að verjast á svæðinu fyrir framan sitt eigið mark og koma í veg fyrir að andstæðingurinn skori ekki í markið. Varnarmenn verða að hafa góðar gætur á sóknarmönnum andstæðingsins sem næstir þeim eru. Þeir fylgja þeim eftir eins og skugginn, reyna að komast inn í sendingar mótherja og hindra að sóknarmaðurinn fái tækifæri á að skjóta boltanum eða senda á samherja. Mikilvægt er fyrir varnarmanninn að skýla boltanum vel fyrir mótherjanum og koma honum til samherja. Þegar liðið hefur boltann þá eru allir sóknarmenn og þegar mótherjinn hefur boltann þá eru allir varnarmenn. Góðir varnarmenn verða að hafa góða boltatækni. Fyrir varnarmenn er gott að fara út á battavöll og æfa sig í að senda boltann í vegginn eða gera það heima í garðinum.

——————————————————————————————————————————––––––––––––––

MARKVÖRÐURINN

Til að verða góður markvörður þarf maður að vera snöggur,lipur og óhræddur. Markmenn verða að þora að kasta sér á boltann og mega ekki vera hræddir við að hrufla sig. Þeir verða einnig að geta reiknað út hvert andstæðingurinn ætlar að skjóta eða senda boltann. Þetta er oft nefnt að lesa leikinn vel og vera vel staðsettur í markinu. Einnig er mjög mikilvægt að markamenn hafi góða tækni til þess að taka við boltanum og að geta sent hann almennilega frá sér með höndum eða fótum. Markvörðurinn má nota hendur og fætur til að taka við boltanum. Til þess að verða góður markvörður þarftu að æfa þig í að kasta og grípa boltann. Markmenn þurfa að æfa sig í markspyrnum og útspörkum sem er stór hluti af leiknum. Gott er að finna sér góðan vegg og kasta í hann til að æfa sig í að grípa bolta. Battavöllur er tilvalinn í að æfa sendingar og taka á móti bolta.

——————————————————————————————————————————––––––––––––––

UPPHITUN

Tilgangurinn með upphitun er m.a. að hita líkamann og undibúa hann undir æfingar. Því kaldara sem hitastigið er þeim mun markvissari þarf upphitunin að vera. Hita má upp með því að skokka rólega, rekja bolta og æfa sendingar og móttöku á bolta. Það er einnig hægt að að spila í fámennum liðum þar sem leikmenn eru á stöðugri hreyfingu. Einnig er hægt að hafa upphitun í leikjaformi með og án bolta.

Dæmi um upphitun:

Hita upp með bolta
Skokkað með armsveiflum
Hliðarhopp
Sparkað aftur fyrir sig
Valhopp
Háar hnélyftur

Iðkendur

SkraIdkanda

Þjálfarar 7. fl. kvk

Þórarinn Einar Engilbertsson
8240506
tThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Æfingatímar - 7. flokkur kvk

Mánudagur 16:00-17:00 Blái salur Ásgarði

Miðvikudagur 16:00 - 17:00 Aðalvöllur

Föstudagur 15:00- 16:00 Minni völlur 1

felagsgj-509x185
ERINDI 5 
 
 
Gestabok
netsofnun
Gardabaer