Mót
stjarnan-header-1

5. flokkur kvenna - Mót 2016

Allar upplýsingar um mót á vegum KSÍ er að finna hér:  http://www.ksi.is/mot/motalisti/?flokkur=420&tegund=%25&AR=2016&kyn=0

 

Leikir í Faxaflóamóti KSÍ : (með fyrirvara - leikdagar geta breyst)

31. janúar

14. febrúar

28. febrúar

13. mars

9. apríl

24. apríl

7. maí

 

Stjörnumót TM í Garðabæ í byrjun maí

 

Leikir í Íslandsmóti frá maí fram í ágúst 

leikjadagskrá A liðs má finna hér : 

leikjadagskrá B liðs má finna hér : 

leikjadagskrá C liðs má finna hér : 

leikjadagskrá D liðs má finna hér : 

 

Pæjumót TM í Vestmanneyjum 9.-11.júní - stelpurnar fara saman með rútu í Landeyjarhöfn og fara þaðan með Herjólfi til Vestmannaeyja miðvikudaginn 8.júní og til baka í Landeyjarhöfn laugardaginn 11.júní, ekki er gert ráð fyrir rútuferð til baka.  Þær gista saman í skóla meðan á móti stendur. Foreldrar þurfa að bóka fyrir sig ferðir með Herjólfi sem og gistingu í Vestmannaeyjum.  Við minnum á að stelpurnar þurfa allar að vera í umsjá foreldra/forráðamanna á meðan mótinu stendur. Ekki er mögulegt að senda barn á Pæjumót án forráðamanns. Það skiptir því máli að panta ferð með Herjólfi til þess að geta komist tímanlega til Eyja og velja ferð sem hentar til baka. Skv.drögum að dagskrá Pæjumótsins 2016 er áætlað að lokahófi ljúki kl.18:30 á laugardeginum.

 

http://tmmotid.is/skrar/tm-mot-2016-ymis-skjol/dagskra-paejumots-tm-2016-1.pdf

 

Ýmis atriði sem foreldrar þurfa að hafa í huga fyrir Pæjumót ÍBV:

Undirbúningur ferðar:

Farið er fram á að foreldrar sendi dóttur sína hvorki með sælgæti né peninga. Af hálfu mótshaldara og fararstjóra verður séð fyrir öllum þörfum stelpnanna í sambandi við mat og drykk.

Ef foreldrar vilja koma einhverju á framfæri vegna dóttur sinnar, t.d. ofnæmi eða eitthvað annað

er þeim bent á að tala við fararstjóra eða þjálfara tímanlega.

Nauðsynlegur búnaður:

·         Dýna (einbreið) eða vindsæng / pumpa
·         Lak
·         Svefnpoki/sæng + koddi
·         Tannbursti+tannkrem og aðrar snyrtivörur
·         Keppnisbúningur
·         Keppnisskór
·         Legghlífar
·         Fótboltasokkar, nokkur pör
·         Auka sokkar
·         Innanundir buxur og peysa undir keppnisgallann ef kalt verður
·         Regn og vindgalli
·         Hlý peysa
·         Úlpa – húfa – vettlingar
·         Sundföt
·         Handklæði
·         Nærföt
·         Góður keppnisandi
·         Vatnsbrúsi
·         Klæðnaður fyrir alla dagana
·         Góða skapið

Allur búnaður, hver einstök flík, skal vera mjög vel merkt með nafni, síma og félagi.

Fáið stelpurnar í lið með ykkur að pakka svo að þær viti hvað þær eru með.
Ekki er leyfilegt að koma með sælgæti og ekki er leyfilegt að hafa peninga með í ferðina.
Ipod og símar eru á ábyrgð stúlknanna sjálfra.
Vinsamlegast virðið það að EKKI á að taka stelpuna ykkar, né ákveðinn hóp/lið út úr hópnum, t.d. í pizzu, ís osvfrv. Þetta er hópferð Stjörnunnar og stelpurnar eiga að vera með sínu liði allan tímann og fara í þá atburði sem skipulagðir eru af mótinu.

 

 

Símamótið 14.-17. júlí - mótið er haldið í Kópavoginum, á keppnissvæði Breiðabliks


Iðkendur

SkraIdkanda

Þjálfarar 5. fl. kvk

Jóhann Bergur Kiesel

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

848-9117

 

Telma Hjaltalín Þrastardóttir

824-2903

Æfingatímar - 5. flokkur kvk

Mánudagur      kl 15:00-16:00  Aðalvöllur

Þriðjudagur     kl 15:00-16:00  Aðalvöllur

Fimmtudagur  kl 15:15-16:15  Minni völlur

Föstudagur     kl 15:00-16:00  Minni völlur

felagsgj-509x185
ERINDI 5 
 
 
Gestabok
netsofnun
Gardabaer